Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 24. september 2023 17:31
Sölvi Haraldsson
Maggi: Síðastur úr bænum slekkur ljósin
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst leikurinn geggjaður. Mér fannst strákarnir frábærir. Geggjuð barátta og það er það sem skilaði þessu.“ sagði Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, eftir 3-0 sigur á Leikni í Mosfellsbænum í dag. Með þessum sigri er ljóst að Afturelding mun spila á við Vestra næsta laugardag á Laugardalsvelli um laust sæti í Bestu deildinni.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Leiknir R.

Afturelding kláruðu leikinn, og einvígið, á 8 mínútna kafla með því að skora þrjú mörk. Maggi var mjög ánægður með sína menn að klára leikinn svona snemma en hann var einnig sáttur með hvernig þeir spiluðu eftir þann kafla.

Þetta voru allt góð mörk hjá okkur. Við ætluðum að koma sterkir og ná næsta markinu í einvíginu. Við náðum því og vorum komnir í 3-1, svo 4-1 og svo 5-1. Við gerðum þetta vel. Seinni hálfleikurinn fór kannski allt of mikið í það að verjast, við hefðum átt að nýta skyndi sóknirnar betur. En bara fagmannlega gert hjá strákunum. Mér fannst við stjórna leiknum líka bara mjög vel.

Maggi kemur einnig inn á það að honum fannst þetta aldrei vera í hættu hjá sínum mönnum.

Það vakti athygli í fyrri leiknum í einvíginu að Afturelding féllu mjög aftarlega á völlinn en í dag stigu þeir upp völlinn og sóttu mun meira. 

„Við vorum á heimavelli núna og við bárum bara virðingu fyrir því í seinasta leik að við værum að fara á erfiðan útivöll. Í dag vildum við ná í næsta markið í einvíginu og við náðum því. Síðan náum við hinum mörkunum og þá getum við fallið aftar á völlinn og beitt skyndisóknum sem við gerðum vel. Ég er mjög sáttur með þetta einvígi. Við skorum 5 mörk og fáum á okkur eitt. Við bíðum núna bara spenntir eftir úrslitaleiknum á laugardaginn.“

Maggi var mjög ánægður með stuðninginn sem hans menn fengu í dag og býst við svipaðri, ef ekki betri, stemningu á laugardaginn.

„Það var ótrúlegur stuðningur í dag í Mosó. Ég er alveg viss um það að allir áhorfendurnir í dag taka með sér tvo til þrjá á leikinn á laugardaginn og þetta verður trylltur dagur.“

Núna er ljóst að Afturelding mætir Vestra á laugardaginn eftir að Vestri vann Fjölni samtals 2-1 í því einvígi. Maggi er ekki mikið búinn að hugsa út í Vestra.

Ég er ekki búinn að hugsa neitt um Vestra. Fyrsta markmiðið okkar var að klára að komast áfram sjálfir. Síðan heyrir maður núna að við munum mæta Vestra á laugardaginn. Þetta eru allt góð lið í þessari úrslitakeppni, þannig núna fer maður bara að pæla í þeim leik. Þetta verður bara geggjað, maður er ótrúlega spenntur. Við þurfum bara að spila okkar bolta á laugardaginn og þá veit ég að niðurstaðan verður góð.

Maggi er búinn að vera mjög ánægður með stuðninginn í þessu einvígi. Hann kemur inn á það að þetta hafi gefið hans mönnum auka kraft.

Hrós á þá líka fyrir að taka tvo leiki með stuttu millibili. Þeir eru búnir að standa sig vel og við þurfum að fá alla um borð á laugardaginn. Við þekkjum þetta úr handboltanum og blakinu þessa úrslitakeppni. Þannig strákarnir okkar í liðinu hafa séð þetta allt í stúkunni en núna eru þeir að fara að njóta inn á vellinum. Áhorfendur í Mosó þekkja þetta líka. Við munum nýta okkur það. Það myndast einstök stemning í Mosó þegar það eru stórleikir í gangi. Núna fáum við að njóta þess á laugardaginn og það verður geggjað að fá allt bæjarfélagið með okkur og keyra á þetta í laugardalnum á laugardaginn. Síðastur úr bænum slekkur ljósin.“ sagði Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, að lokum eftir sannfærandi 3-0 sigur á Leikni í dag.

Nánar er rætt við Magnús í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner