Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. október 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Moukoko með 13 mörk í 4 leikjum fyrir U19 lið Dortmund
Mynd: Getty Images
Það heyrast reglulega sögur um fótboltasnillinga sem spiluðu langt uppfyrir sig í æsku, jafnvel með strákum sem voru fjórum eða fimm árum eldri.

Fáir þeirra komast þó með tærnar þar sem Youssufa Moukoko, ungstirni Borussia Dortmund, hefur hælana.

Þessi 15 ára gamli framherji má ekki vera skráður með meistaraflokki Dortmund fyrr en á 16. afmælisdaginn sinn sem er 20. nóvember. Hann hefur því verið að spila með U19 liði Dortmund á nýju tímabili og hefur farið afar vel af stað, þar sem hann er kominn með þrettán mörk í fjórum leikjum.

Moukoko þykir gífurlega mikið efni og talaði Samuel Eto'o um hann sem næsta toppleikmann í heimsfótbolta, á borð við Lionel Messi.

Sjá einnig:
Moukoko varð fyrir fordómum eftir að hann skoraði þrennu
Eto'o stingur upp á 15 ára Moukoko sem arftaka Messi
Athugasemdir
banner
banner
banner