Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 24. október 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær ánægður með viðbrögðin eftir sigur í París
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var sáttur með góða viku eftir markalaust jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester United vann Newcastle um síðustu helgi og lagði svo Frakklandsmeistara PSG á útivelli á þriðjudaginn.

Síðast þegar Man Utd hafði betur í París fylgdi skelfilegur kafli þar sem liðið vann aðeins tvo af tólf leikjum í öllum keppnum frá mars 2019 og út tímabilið.

Chelsea átti einnig leik í Meistaradeildinni í vikunni þar sem liðið gerði markalaust jafntefli við Sevilla.

„Það sást að hérna voru tvö Evrópulið að mætast. Undir lokin komumst við nálægt því að sigra fyrir framan Stretford End en það vantaði stuðningsmennina til að öskra boltann yfir línuna. Við stóðum okkur vel varnarlega og sköpuðum færi sem áttu að skila okkur sigrinum en gerðu ekki. Þetta hefur verið fínasta vika, tveir sigrar og eitt jafntefli," sagði Solskjær að leikslokum.

„Það voru mikil gæði í varnarleiknum og markvörðurinn þeirra átti nokkrar stórkostlegar markvörslur. Þetta eru betri viðbrögð heldur en síðast þegar við unnum í París, við munum öll hvað gerðist þá."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner