Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 24. október 2021 15:01
Brynjar Ingi Erluson
England: Antonio hetjan gegn Tottenham - Leicester vann Brentford
Leikmenn West Ham fagna ásamt Michail Antonio sem gerði sigurmarkið.
Leikmenn West Ham fagna ásamt Michail Antonio sem gerði sigurmarkið.
Mynd: EPA
Michail Antonio skoraði sigurmark West Ham í 1-0 sigrinum á Tottenham Hotspur í Lundúnarslag í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Patson Daka kom þá inn og lagði upp sigurmark Leicester í 2-1 sigri á Brentford.

West Ham var líflegri aðilinn í fyrri hálfleik á Tottenham Hotspur-leikvanginum. Tottenham var meira með boltann en áttu í vandræðum með að skapa sér góð færi.

Tomas Soucek fékk fínasta skallafæri eftir fyrirgjöf Pablo Fornals en boltinn fór rétt framhjá markinu. Harry Kane átti þá að gera betur undir lok hálfleiksins er Lukasz Fabianski varði skalla hans eftir fyrirgjöf Sergio Reguilon.

Eina mark leiksins kom á 72. mínútu. Michail Antonio skoraði þá eftir hornspyrnu Aaron Cresswell. Sjötta mark hans gegn Tottenham á ferlinum.

Lokatölur 1-0 fyrir West Ham sem er í 4. sæti með 17 stig á meðan Tottenham er í 6. sæti með 15 stig.

Leicester City vann þá Brentford, 2-1. Youri Tielemans kom Leicester yfir með þrumufleyg á 14. mínútu. Hann mætti skoppandi bolta rétt fyrir utan teig og skaut með krafti. Óverjandi fyrir Raya í markinu.

Ivan Toney var nálægt því að jafna á 36. mínútu eftir góða sendingu frá Henry Onyeku en Kasper Schmeichel varði vel í markinu. Jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en á 60. mínútu og var það Mathias Jörgensen sem gerði það.

Nafni hans, Mathias Jensen, átti hornspyrnu sem Jörgensen stangaði í netið.

James Maddison náði þó í þrjú stigin fyrir Leicester eftir góða sókn en Patson Daka náði að draga Raya úr markinu áður en hann lagði boltann fyrir Maddison sem skoraði í tómt net. Leicester í 9. sæti með 14 stig en Brentford í 12. sæti með 12 stig.

West Ham 1 - 0 Tottenham
1-0 Michail Antonio ('72 )

Brentford 1 - 2 Leicester City
0-1 Youri Tielemans ('14 )
1-1 Mathias Jorgensen ('60 )
1-2 James Maddison ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner