
Það er nóg um að vera í slúðri dagsins í Evrópuboltanum en Newcastle ætlar að bæta við sig mörgum leikmönnum í janúarglugganum.
Conor Coady, fyrirliði Wolves, er á lista hjá Newcastle fyrir janúar en þessi 28 ára gamli miðvörður gæti kostað í kringum 20 milljónir punda. (Sun)
Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, er í viðræðum við Newcastle um að taka við sömu stöðu hjá félaginu. (Mirror)
Manchester United ætlar að reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Paul Pogba (28) á Old Trafford en Real Madrid vonast til að fá hann á frjálsri sölu eftir tímabilið. (AS)
Pogba, sem vonast eftir því að byrja gegn Liverpool í dag og sanna það að hann eigi skilið nýjan 350 þúsund punda samning hjá United. (Daily Mail)
Ricardo Pepi (18), framherji Dallas í MLS-deildinni, er eftirsóttur af mörgum stórliðum en Liverpool og Manchester United hafa áhuga á honum. Brentford og Brighton eru einnig áhugasöm. (Mirror)
Brendan Rodgers, stjóri Leicester City, hefur hafnað fréttum þess efnis að belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans hafi hafnað því að framlengja. Tielemans, sem er 24 ára gamall, er á lista hjá Liverpool og Manchester United. (Daily Mail)
Paulo Dybala (27), er búinn að ná samkomulagi við Juventus um að framlengja samning sinn. (Calciomercato)
Sevilla hefur tilkynnt Chelsea að félagið ætli sér ekki að selja franska varnarmanninn Jules Kounde (22), ódýrt. (Sun)
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er að skoða það að fá þýska miðjumanninn Toni Kroos (31), en samningur hans við Real Madrid rennur út árið 2023. (El Nacional)
Man City ætlar þá að bjóða spænska sóknarmanninnum Ferran Torres (21) nýjan samning. Hann fær nýjan sex ára samning og mun þéna 100 þúsund pund á viku. (Daily Star)
Everton er að leiða kapphlaupið um Jesse LIngard (28), leikmann Manchester United. West Ham og Newcastle hafa einnig áhuga. (Football Insider)
Luis Suarez (34), framherji Atlético Madríd og úrúgvæska landsliðsins, vill vera áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Hann er með fimm mörkum á þessu tímabili en samningur hans rennur út eftir þetta tímabil. (Marca)
Hollenska félagið Ajax vill halda Ryan Gravenberch (19) hjá félaginu. Það gæti þó reynst erfitt þar sem Liverpool, Manchester United, Barcelona og Juventus vilja öll fá hann næsta sumar. (Fichajes)
Athugasemdir