Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er að tapa 4-0 í hálfleik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur aldrei áður gerst hjá liðinu í deildinni.
Naby Keita gerði fyrsta markið á 5. mínútu eftir sendingu frá Mohamed Salah áður en Diogo Jota bætti við öðru marki eftir fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold.
Salah gerði svo tvö mörk til viðbótar fyrir hálfleik og United í miklum vandræðum.
Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, var ekki skemmt og sást það vel á svipbrigðum hans eftir fjórða markið.
United hefur aldrei áður í sögunni verið 4-0 undir í hálfleik í deildinni og er þetta því annar leikurinn í röð sem slíkt gerist. Liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik í Meistaradeildinni gegn Atalanta á dögunum og hafði það aldrei gerst áður.
United kom þó til baka og vann þann leik en það er nú alls ekki útlit fyrir að það verði staðan í dag.
4 - Manchester United are four goals behind at the half-time interval in the @premierleague for the very first time. Smashed. pic.twitter.com/SdunQYeSKU
— OptaJoe (@OptaJoe) October 24, 2021
Athugasemdir