Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 24. október 2021 16:33
Brynjar Ingi Erluson
Versti hálfleikur í sögu Man Utd
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er að tapa 4-0 í hálfleik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur aldrei áður gerst hjá liðinu í deildinni.

Naby Keita gerði fyrsta markið á 5. mínútu eftir sendingu frá Mohamed Salah áður en Diogo Jota bætti við öðru marki eftir fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold.

Salah gerði svo tvö mörk til viðbótar fyrir hálfleik og United í miklum vandræðum.

Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, var ekki skemmt og sást það vel á svipbrigðum hans eftir fjórða markið.

United hefur aldrei áður í sögunni verið 4-0 undir í hálfleik í deildinni og er þetta því annar leikurinn í röð sem slíkt gerist. Liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik í Meistaradeildinni gegn Atalanta á dögunum og hafði það aldrei gerst áður.

United kom þó til baka og vann þann leik en það er nú alls ekki útlit fyrir að það verði staðan í dag.


Athugasemdir
banner