Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. október 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Þarf að skora í þriðja sinn gegn Keflavík til að hljóta gullskóinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmundur Magnússon skoraði eitt af mörkum Fram í 3-0 sigrinum gegn FH í Bestu deildinni í gær og jafnaði þar með markafjölda Nökkva Þeys Þórissonar.

Þar sem Nökkvi hefur spilað færri leiki þá verður gullskórinn hans nema Guðmundur skori gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn.

Guðmundur skoraði í báðum hinum leikjunum gegn Keflavík fyrr á tímabilinu en Fram tapaði reyndar þeim báðum, 3-1 og 4-8.

Nökkvi mun ekki skora í lokaumferðinni enda fór hann til Belgíu í byrjun september og gekk í raðir Beerschot.

Markahæstir:
17 mörk - Nökkvi Þeyr Þórisson, KA
17 - Guðmundur Magnússon, Fram
13 - Ísak Snær Þorvaldsson. Breiðablik
11 - Jason Daði Svanþórsson, Breiðablik
11 - Emil Atlason, Stjarnan
10 - Patrik Johannesen, Keflavík
10 - Andri Rúnar Bjarnason, ÍBV
9 - Dagur Dan Þórhallsson, Breiðablik
9 - Matthías Vilhjálmsson, FH
9 - Helgi Guðjónsson, Víkingur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner