Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. nóvember 2019 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Augsburg vann stórsigur í fjarveru Alfreðs
Alfreð lék ekki með Augsburg vegna meiðsla sem hann hlaut í Tyrklandi.
Alfreð lék ekki með Augsburg vegna meiðsla sem hann hlaut í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru rauð spjöld í báðum leikjum dagsins í Bundesligunni, deild þeirra bestu í Þýskalandi.

Augsburg vann stórsigur í fjarveru Alfreðs Finnbogasonar sem meiddist í síðasta landsliðsverkefni. Alfreð verður frá út árið vegna meiðsla.

Augsburg fékk Hertha Berlín í heimsókn og komst Augsburg fljótlega í 2-0 með mörkum frá Philipp Max og Sergio Cordova. Stuttu eftir síðara markið fékk svo Rune Jarstein, markvörður Hertha, að líta rauða spjaldið.

Augsburg nýtti sér liðsmuninn og vann að lokum 4-0 sigur. Augsburg er eftir sigurinn í dag í 12. sæti með 13 stig. Hertha er ekki að eiga gott tímabil og er í 15. sæti með 11 stig.

Í hinum leik dagsins vann Mainz stórsigur gegn Hoffenheim á útivelli. Staðan var 1-0 fyrir Mainz í hálfleik, en undir lok fyrri hálfleiksins fékk Ridle Baku, leikmaður Mainz, rautt spjald.

Mainz lét það ekki hafa mikil áhrif á sig í seinni hálfleiknum og skoruðu tíu leikmenn liðsins fjögur mörk í seinni hálfleiknum. Lokatölur 5-1 fyrir Mainz.

Óvæntur sigur og er Augsburg í 13. sæti með 12 stig. Hoffenheim er í áttunda sæti með 20 stig.

Hoffenheim 1 - 5 Mainz
0-1 Levin Oztunali ('33 )
0-2 Pavel Kaderabek ('52 , sjálfsmark)
0-3 Pierre Kunde ('62 )
1-3 Andrej Kramaric ('83 )
1-4 Jean-Paul Boetius ('90 )
1-5 Pierre Kunde ('90 )
Rautt spjald:Ridle Baku, Mainz ('45)

Augsburg 4 - 0 Hertha
1-0 Philipp Max ('17 )
2-0 Sergio Cordova ('26 )
3-0 Andre Hahn ('52 )
4-0 Florian Niederlechner ('79 )
Rautt spjald:Rune Jarstein, Hertha ('28)
Athugasemdir
banner
banner