banner
   þri 24. nóvember 2020 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandes leyfði Rashford að taka víti - Hefði getað fullkomnað þrennuna
Mynd: Getty Images
Manchester United er að valta yfir Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni.

Staðan er orðin 3-0. Bruno Fernandes er í miklu stuði en hann kom United yfir með þrumufleyg á sjöundu mínútu. Það mark má sjá hérna.

Fernandes bætti við öðru marki eftir slæm mistök hjá Mert Gunok, markverði Basaksehir.

United fékk svo vítaspyrnu þegar brotið var á Marcus Rashford. Fernandes hefði getað fullkomnað þrennu sína, en hann er vítaskytta Man Utd. Portúgalinn leyfði hins vegar Rashford að taka vítið og Rashford skoraði af öryggi.

„Hann er að detta í þrennuna og ætlar að sleppa því að taka vítið. Hvernig dettur honum þetta í hug?" sagði Hjörvar Hafliðason í Meistaradeildarmörkunum.

„Sá sem fiskar vítið, hann tekur vítið. Þeir eru með það," sagði Davíð Þór Viðarsson.

Það styttist í leikhlé, en ljóst að þetta er býsna þægilegt fyrir United sem tapaði í Tyrklandi fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner