Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. nóvember 2020 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr sagði nei við Midtjylland fyrr á árinu
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson uppljóstraði um það í samtali við Vísi að hann hefði hafnað tækifæri á að gerast aðstoðarþjálfari Midtjylland í Danmörku fyrr á þessu ári.

Midtjylland er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeildinni þar sem liðið er í riðli með Ajax, Atalanta og Liverpool. Mikael Neville Anderson er á mála hjá félaginu.

„Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars," sagði Freyr.

Umspilinu var á endanum frestað fram í október, en það gekk ekki upp að Freyr myndi vinna bæði fyrir Midtjylland og KSÍ. Hann þurfti að velja á milli og valdi landsliðið.

Freyr Alexandersson mun á næstunni ganga frá samningi við Al Arabi í Katar um að taka við sem aðstoðarþjálfari liðsins. Freyr stefnir á að gera samnig út tímabilið með möguleika á framlengingu um eitt ár. Heimir Hallgrímsson er aðalþjálfari liðsins.

Freyr hefur ekki útilokað það að starfa áfram í kringum landsliðið, en hann hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari frá 2018 og var áður þjálfari kvennalandsliðsins.

Sjá einnig:
Freysi um landsliðið: Erfitt að segja að maður hafi ekki áhuga
Freysi: Tækifæri til að kynnast allt öðrum fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner