Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. nóvember 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Pepe: Ég brást liðinu
Nicolas Pepe fékk rauða spjaldið á sunnudaginn
Nicolas Pepe fékk rauða spjaldið á sunnudaginn
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe, leikmaður Arsenal á Englandi, segist hafa brugðist liðsfélögum sínum eftir að hann fékk rauða spjaldið í markalausa jafnteflinu gegn Leeds um helgina.

Leeds og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á sunnudag en það vakti mesta athygli er Pepe skallaði Ezgjan Alioski á 51. mínútu og uppskar rautt spjald fyrir.

Leikmaðurinn ákvað að fara á samfélagsmiðla og biðjast afsökunar á framferði sínu.

„Ég brást liðsfélögum á mikilvægum tímapunkti í leiknum og það er engin afsökun fyrir hegðun minni. Mér þykir fyrir þessu og ég vil biðja stuðningsmennina, liðsfélagana, þjálfaraliðið og alla þá sem koma að félaginu afsökunar," sagði hann á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner