Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. nóvember 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Þorsteinn Már framlengir við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Stjörnuna.

Þorstein varð samningslaus eftir tímabilið en nú er ljóst að hann verður áfram í Garðabænum.

„Við fögnum því innilega að hafa Steina hjá okkur áfram og teljum að hann eigi mikið inni," segir Helgi Hrannarr, formaður mfl. ráðs karla hjá Stjörnunni.

Þorsteinn Már er þrítugur en hann kom til Stjörnunnar frá Víkingi Ólafsvík eftir tímabilið 2017.

Þorsteinn hefur síðan þá skorað tíu mörk í 64 leikjum með Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner