Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
   mið 24. nóvember 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert tengt launum - „Ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Snær Magnússon er 29 ára miðjumaður sem gekk í raðir Keflavíkur frá ÍA á dögunum. Sindri gekk í raðir ÍA árið 2019 og hafði hann leikið með Keflavík árin 2014 og 2015. Sindri ræddi við Fótbolta.net í dag og má sjá viðtalið í spilaranum að ofan.

„Keflavík sýndi ótrúlega mikinn áhuga frá því að það mátti tala við leikmenn og á endanum valdi ég Keflavík og er mjög sáttur í dag," sagði Sindri.

Ekkert tengt launum
Af hverju ertu að fara frá ÍA?

„Það endaði þannig að við náum ekki saman. Ég get ekki gefið þjálfaranum meira hrós og okkar samstarf var mjög gott. En á endanum var þetta þannig að við, ég og stjórnin, náðum ekki saman um framhald á samning og því þurfti ég að leita annað. Það var ekki tengt launum eða neitt svoleiðis. Það skilja allir sáttir."

Komið smá jafnvægi
„Ég á marga góða vini og félaga í kringum klúbbinn (Keflavík). Ég spilaði með tveimur leikmönnum sem voru þegar ég var síðast og ég spilaði einnig með aðstoðarþjálfaranum. Það er mjög gaman að vera mættur aftur og sjá einhverja vini sína í stúkunni."

„Staðan hjá Keflavík er klárlega breytt frá því ég var þar síðast. Það er allt annar leikmannahópur, eins einfalt og það hljómar, og búið að halda vel utan um liðið síðan það féll 2015. Það er búið að gera vel, flakkað upp og niður en það virðist vera komið smá stabílitet og þeir stóðu sig vel í sumar. Markmiðið er að standa sig enn betur næsta sumar."


Áhuginn skilaði sér
Talað var um að þú værir í viðræðum við fleiri lið en Keflavík. Hvað hafði Keflavík fram yfir hin liðin?

„Áhugi, kraftur, höfðu samband og voru duglegir. Þeir ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi og það skilaði sér. Ég er mjög sáttur í dag," sagði Sindri Snær.
Athugasemdir
banner