Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   mið 24. nóvember 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert tengt launum - „Ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Snær Magnússon er 29 ára miðjumaður sem gekk í raðir Keflavíkur frá ÍA á dögunum. Sindri gekk í raðir ÍA árið 2019 og hafði hann leikið með Keflavík árin 2014 og 2015. Sindri ræddi við Fótbolta.net í dag og má sjá viðtalið í spilaranum að ofan.

„Keflavík sýndi ótrúlega mikinn áhuga frá því að það mátti tala við leikmenn og á endanum valdi ég Keflavík og er mjög sáttur í dag," sagði Sindri.

Ekkert tengt launum
Af hverju ertu að fara frá ÍA?

„Það endaði þannig að við náum ekki saman. Ég get ekki gefið þjálfaranum meira hrós og okkar samstarf var mjög gott. En á endanum var þetta þannig að við, ég og stjórnin, náðum ekki saman um framhald á samning og því þurfti ég að leita annað. Það var ekki tengt launum eða neitt svoleiðis. Það skilja allir sáttir."

Komið smá jafnvægi
„Ég á marga góða vini og félaga í kringum klúbbinn (Keflavík). Ég spilaði með tveimur leikmönnum sem voru þegar ég var síðast og ég spilaði einnig með aðstoðarþjálfaranum. Það er mjög gaman að vera mættur aftur og sjá einhverja vini sína í stúkunni."

„Staðan hjá Keflavík er klárlega breytt frá því ég var þar síðast. Það er allt annar leikmannahópur, eins einfalt og það hljómar, og búið að halda vel utan um liðið síðan það féll 2015. Það er búið að gera vel, flakkað upp og niður en það virðist vera komið smá stabílitet og þeir stóðu sig vel í sumar. Markmiðið er að standa sig enn betur næsta sumar."


Áhuginn skilaði sér
Talað var um að þú værir í viðræðum við fleiri lið en Keflavík. Hvað hafði Keflavík fram yfir hin liðin?

„Áhugi, kraftur, höfðu samband og voru duglegir. Þeir ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi og það skilaði sér. Ég er mjög sáttur í dag," sagði Sindri Snær.
Athugasemdir
banner
banner
banner