Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mið 24. nóvember 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert tengt launum - „Ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Snær Magnússon er 29 ára miðjumaður sem gekk í raðir Keflavíkur frá ÍA á dögunum. Sindri gekk í raðir ÍA árið 2019 og hafði hann leikið með Keflavík árin 2014 og 2015. Sindri ræddi við Fótbolta.net í dag og má sjá viðtalið í spilaranum að ofan.

„Keflavík sýndi ótrúlega mikinn áhuga frá því að það mátti tala við leikmenn og á endanum valdi ég Keflavík og er mjög sáttur í dag," sagði Sindri.

Ekkert tengt launum
Af hverju ertu að fara frá ÍA?

„Það endaði þannig að við náum ekki saman. Ég get ekki gefið þjálfaranum meira hrós og okkar samstarf var mjög gott. En á endanum var þetta þannig að við, ég og stjórnin, náðum ekki saman um framhald á samning og því þurfti ég að leita annað. Það var ekki tengt launum eða neitt svoleiðis. Það skilja allir sáttir."

Komið smá jafnvægi
„Ég á marga góða vini og félaga í kringum klúbbinn (Keflavík). Ég spilaði með tveimur leikmönnum sem voru þegar ég var síðast og ég spilaði einnig með aðstoðarþjálfaranum. Það er mjög gaman að vera mættur aftur og sjá einhverja vini sína í stúkunni."

„Staðan hjá Keflavík er klárlega breytt frá því ég var þar síðast. Það er allt annar leikmannahópur, eins einfalt og það hljómar, og búið að halda vel utan um liðið síðan það féll 2015. Það er búið að gera vel, flakkað upp og niður en það virðist vera komið smá stabílitet og þeir stóðu sig vel í sumar. Markmiðið er að standa sig enn betur næsta sumar."


Áhuginn skilaði sér
Talað var um að þú værir í viðræðum við fleiri lið en Keflavík. Hvað hafði Keflavík fram yfir hin liðin?

„Áhugi, kraftur, höfðu samband og voru duglegir. Þeir ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi og það skilaði sér. Ég er mjög sáttur í dag," sagði Sindri Snær.
Athugasemdir
banner