Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fjórtán skot í fyrri hálfleik en ekkert mark
Mynd: EPA
Kanadíska landsliðið átti fjórtán skottilraunir í fyrri hálfleik gegn Belgíu er liðið tapaði, 1-0, í fyrstu umferð á HM í Katar í gær.

Liðið spilaði frábæran fótbolta í leiknum og kom sér oft í góðar stöður til að skora en ekkert varð úr því.

Besta tilraunin er klárlega vítaspyrnan sem Thibaut Courtois varði frá Alphonso Davies snemma leiks en það er ótrúlegt að Kanada hafi ekki náð inn einu marki gegn Belgum.

Liðið átti fjórtán skottilraunir í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora og hefur þetta ekki gerst síðan England mætti Trínidad og Tóbago fyrir sextán árum.

Enska liðið átti þá sautján tilraunir en náði ekki að koma boltanum í netið. Það heppnaðist þó í síðari hálfleiknum er Peter Crouch skoraði á 83. mínútu áður en Steven Gerrard tryggði sigurinn undir lok leiks.


Athugasemdir
banner
banner
banner