
Síðasti leikur dagsins á HM er leikur Brasilíu og Serbíu í G-riðli mótsins.
Fred Saraiva, brasilískur leikmaður Fram, tók að sér það verkefni að spá í leikinn.
Brasilía er eina þjóðin sem hefur tekið þátt í öllum heimsmeistaramótunum en það eru 20 ár síðan liðið vann sjálfan titilinn í fimmta sinn. Það er mikil pressa á Tite þjálfara Brasilíu og hans hæfileikaríka leikmannahópi.
Fred Saraiva, brasilískur leikmaður Fram, tók að sér það verkefni að spá í leikinn.
Brasilía er eina þjóðin sem hefur tekið þátt í öllum heimsmeistaramótunum en það eru 20 ár síðan liðið vann sjálfan titilinn í fimmta sinn. Það er mikil pressa á Tite þjálfara Brasilíu og hans hæfileikaríka leikmannahópi.
Brasilía 3 - 0 Serbía
Ég held að þetta verði erfiður leikur til að byrja með. Serbía mun verjast og sparka mikið í okkar stráka.
Marquinhos mun opna markareikninginn eftir hornspyrnu frá Neymar. Vinicius Junior mun gera annað markið með góðu skoti eftir flottan undirbúning frá Lucas Paqueta. Neymar mun svo gera síðasta mark leiksins úr vítaspyrnu, hann sendir markvörðinn í vitlaust horn.
Þetta verður fyrsti sigurinn í átt að sjötta meistaratitlinum.
Athugasemdir