Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. nóvember 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tinna og Sigrún Ösp framlengja við Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Knattspyrnudeild Gróttu var að semja við tvo leikmenn kvennaliðsins sem fór upp úr 2. deildinni í haust.


Tinna Bjarkar Jónsdóttir er framherji sem skoraði 7 mörk í 15 deildarleikjum í sumar og varð um leið fyrsta kona félagsins til að ná 100 leikjum fyrir meistaraflokk.

Tinna, fædd 1996, spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki þegar hann var stofnaður 2016 og hefur í heildina gert 45 mörk í 111 leikjum.

Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir er einnig mikilvægur hlekkur í liði Gróttu og lék hún 16 deildarleiki í sumar. Hún er öflugur varnarmaður með 83 leiki að baki fyrir Gróttu frá því að hún gekk í raðir félagsins fyrir fimm árum.

„Tinna og Sigrún hafa síðustu ár verið lykilleikmenn í Gróttuliðinu og er það því mikið fagnaðarefni að félagið hafi tryggt sér krafta þeirra áfram fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni," segir í færslu Gróttu.

Þær gera báðar tveggja ára samninga.


Athugasemdir
banner
banner
banner