Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 24. desember 2023 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fáránleg sena í uppbótartíma lokaleiksins - „Hef aldrei séð annað eins"
Hjálpaði Gautaborg að halda sætinu í Allsvenskan.
Hjálpaði Gautaborg að halda sætinu í Allsvenskan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kom frá Lommel í ágúst.
Kom frá Lommel í ágúst.
Mynd: Guðmundur Svansson
Fékk gult spjald þegar andstæðingurinn hefði átt að fá rautt.
Fékk gult spjald þegar andstæðingurinn hefði átt að fá rautt.
Mynd: Guðmundur Svansson
Lék fyrsta A-landsleikinn í Póllandi sumarið 2021.
Lék fyrsta A-landsleikinn í Póllandi sumarið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var heldur betur stress. Við þurftum að vinna leikinn af því að Häcken var að tapa sínum leik. Við skoruðum tvö mörk undir lokin. Við skorum á 94. mínútu, einhver fyrirgjöf, viðstöðulaust skot á lofti og mark. Það trylltist allt. Þetta var rosalega mikill léttir og fáránleg sena að hafa náð þessu," sagði Kolbeinn Þórðarson.

Með sigrinum slapp Gautaborg við það að þurfa að fara í umspilseinvígi um að halda sæti sínu í efstu deild í Svíþjóð. Í lok venjulegs leiktíma klikkaði Gautaborg á vítaspyrnu.

„Við hefðum þurft að spila tvo leiki í fallumspilinu, það hefði lengt tímabilið og ekkert jólahlaðborð eða neitt slíkt. Það hefði verið leiðinlegt. Það var því vel fagnað, mjög gaman, svo mikill léttir að sumir sem hafa verið lengi hjá félaginu grétu inni á vellinum. Stuðningsmennirnir hlupu inn á; ég hef aldrei séð annað eins, þetta skipti miklu máli fyrir fólkið."

Leikurinn gegn Varberg var á útivelli. Þrátt fyrir það voru mun fleiri stuðningsmenn á bakvið gestaliðið.

„Það voru 4500 á vellinum og voru örugglega 4200 frá okkur. Þetta var því eins og heimavöllur. Það er mjög skemmtilegt að vera með svona stuðningsmenn, er að upplifa það í fyrsta skiptið núna."

„Það er mjög gaman að spila heimaleikina fyrir framan þessa stuðningsmenn, þeir styðja mann rosalega mikið og það eru mikil læti í þeim. Þeir eru eiginlega jákvæðir allan tímann, þótt við lendum undir þá halda þeir einhvern veginn áfram að peppa mann sem skiptir miklu máli."


Kolbeinn samdi við Gautaborg í ágúst þegar liðið var í fallbaráttu. Hvernig var stemningin?

„Hún var svolítið skrítin. Maður fann fyrir því að það var ekki mikið sjálfstraust í öllum. Við vinnum svo Djurgården heima og finnum að það kemur einhver meðbyr með okkur. Við finnum að litlu hlutirnir fara að detta með okkur og það er eins og það létti aðeins á okkur. Þá fórum við á skrið sem í raun bjargar okkur."

„Það kom í raun ekki á óvart að ég kom strax inn í liðið. Ég horfði á leik þar sem einn miðjumaður fer í bann og annar sem meiðist. Það var í raun greið leið inn í liðið og undir mér komið að vera góður í fyrsta leiknum. Ég var heppinn að við unnum, það er erfiðara að breyta sigurliði."


Kolbeinn fór til Gautaborgar eftir fjögur ár hjá belgíska félaginu Lommel. Hann segir það hafa verið tiltölulega auðvelt að fá að fara þaðan.

„Það var alveg ljóst í apríl að ég vildi fara. Þeir hjá Lommel voru sammála því að það væri kominn tími til að leita á ný mið.

„Gautaborg kom upp og var mjög spennandi kostur þó að þeir hafi verið í þessari stöðu. Ég sá hversu stórt félagið var og mikil saga. Þetta var spennandi."

„Það var aðallega pressa á að myndi geta eitthvað. Þeir hafa ekkert sérstaklega gaman af því að kaupa leikmenn sem eru ekki góðir og standa sig ekki. Það var auðvitað pressa, en aðallega frá sjálfum mér að sýna að ég sé á þessu 'leveli' og mig langaði að spila í efstu deild."


Kolbeinn skrifaði fyrst undir stuttan samning en í þeim samningi var ákvæði um áframhaldandi samning.

„Það var undir mér komið, það var ákvæði í samningnum að ég þyrfti að spila ákveðið mikið (til að fá nýjan samning). Ég ætlaði mér alltaf ná því og sá að það var séns á því. Þá varð einhvern veginn engin spurning um að vera áfram. Ég hef allavega ekki heyrt af því ef það kom einhver annar möguleiki upp. Ég er mjög sáttur í Gautaborg."

Kolbeinn spilaði sem 'átta', annar af tveimur miðjumönnum fyrir framan djúpan miðjumann.

„Ég var oftast áttan hægra megin. Þeir sjá mig líka sem 'sexu' og ég hugsa að það verði reynt að setja mig þar fyrir næsta tímabil. Ég get spilað bæði en mín uppáhalds staða er örugglega átta á tveggja manna miðju."

Kolbeinn nendi að hann langaði að spila í efstu deild. „Það er miklu meiri áhugi og manni líður eins og það skipti miklu meira máli hvað maður er að gera."

Kolbeinn, sem er 23 ára, er í lansdsliðshópnum sem fer til Bandaríkjanna í janúar. Hann lék sinn eina landsleik til þessa árið 2021.

   31.10.2023 07:00
Kolbeinn fékk glórulaust spjald - „Þakka fyrir að hann sé ekki alvarlega slasaður"

   23.10.2023 19:05
Ofurspilari sem mun banka á dyrnar hjá landsliðinu - „Hann er bara 23 ára“

   23.08.2023 14:00
Kolbeinn Þórðar: Átti kannski ekki að vera í stóru hlutverki, en endaði alltaf þannig


Athugasemdir
banner
banner