Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. janúar 2020 15:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ferdinand: Smalling er besti varnarmaður United
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand var ósáttur eftir tap Manchester United gegn Burnley á Old Trafford í miðri viku og gagnrýndi ákvörðun félagsins að lána Chris Smalling til Roma.

Smalling hefur verið að gera góða hluti hjá Roma á meðan varnarleikur Man Utd hefur verið sveiflukenndur. Harry Maguire, nýkrýndur fyrirliði Rauðu djöflanna, og Phil Jones mynduðu miðvarðarparið gegn Burnley.

„Chris Smalling er besti varnarmaður Manchester United, ég skil ekki hvers vegna hann var lánaður út. Þetta er mín skoðun sem miðvörður," sagði Ferdinand.

„Ef ég væri að spila við Burnley og þyrfti að velja byrjunarliðið þá væri Chris fyrsti varnarmaður á blað."

Eric Bailly var á bekknum en Victor Lindelöf var frá vegna veikinda. Marcos Rojo og Axel Tuanzebe eru báðir meiddir.
Athugasemdir
banner
banner
banner