Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 25. janúar 2023 14:24
Elvar Geir Magnússon
Spánn mætir Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar
Holland leikur gegn Króatíu
Í dag var dregið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar en Spánn mun mæta Ítalíu og Holland tekur á móti Króatíu. Úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar verður spiluð í Hollandi.

Undanúrslitin fara fram 14. og 15. júní, leikur um þriðja sætið og úrslitaleikurinn verða 18. júni. Leikstaðirnir verða Rotterdam og Enschede.

Spánn vann Ítalíu 2-1 í undanúrslitum keppninnar 2021 en tapaði svo fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum. Holland tapaði í úrslitalek keppninnar 2019, gegn Portúgal.

Undanúrslit:

Holland - Króatía, 14. júní (De Kuip, Rotterdam)
Spánn - ítalía, 15. júní (FC Twente Stadium, Enschede)

Leikurinn um þriðja sætið:
18 June (FC Twente Stadium, Enschede)

Úrslitaleikur:
Holland/Króatía - Spánn/Ítalía, 18. júní (De Kuip, Rotterdam)
Athugasemdir