banner
   þri 25. febrúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Chelsea þarf að varast Lewandowski
Lewandowski hefur verið sjóðandi heitur á þessu tímabili.
Lewandowski hefur verið sjóðandi heitur á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Í kvöld halda 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar áfram með tveimur spennandi fótboltaleikjum.

Chelsea, vann Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi, mætir toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, Bayern München, í London. Chelsea þarf að hafa varann á gagnvart Robert Lewandowski sem hefur skorað 25 mörk í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Í hinum leik kvöldsins sækja Lionel Messi og félagar í Barcelona lið Napoli heim á Ítalíu.

Síðustu tvö tímabil í Meistaradeildinni hafa endað í miklum vonbrigðum fyrir Börsunga. Árið 2018 féll liðið úr leik í 8-liða úrslitum gegn Roma eftir að hafa unnið fyrri leikinn 4-1. Í fyrra féll liðið svo út í undanúrslitunum gegn Liverpool eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0.

Barcelona er sem stendur á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar á meðan lærisveinar Gennaro Gattuso í Napoli eru í sjötta sæti heima fyrir.

þriðjudagur 25. febrúar
20:00 Chelsea - Bayern (Stöð 2 Sport)
20:00 Napoli - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner