Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 25. febrúar 2023 14:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Stjarnan lagði Njarðvík - FH skoraði fjögur
Úlfur Ágúst
Úlfur Ágúst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH fékk Leikni í heimsókn í Skessuna í riðli tvö í A deild Lengjubikarsins í dag. FH er komið á toppinn eftir öruggan sigur í dag.


Ólafur Guðmundsson kom FH yfir strax á fimmtu mínútu og Úlfur Ágúst Björnsson skoraði annað markið stuttu síðar af vítapunktinum.

Staðan var 2-0 í hálfleik en Kjartan Henry Finnbogason og Davíð Snær Jóhannsson bættu sitthvoru markinu við í þeim síðari og 4-0 sigur FH staðreynd.

Leiknir er með þrjú stig eftir þrjá leiki eftir sigur á Breiðabliki í síðasta leik.

Stjarnan og Njarðvík áttust við í riðli þrjú. Stjarnan komst yfir í leiknum en Bergþór Ingi Smárason jafnaði metin með skoti fyrir utan vítateiginn.

Hilmar Árni Halldórsson hefði getað komið Stjörnunni í 2-0 áður en hann klikkaði á vítapunktinum.

Hann skoraði hins vegar tvö mörk eftir að Njarðvík jafnaði og tryggði Stjörnunni 3-1 sigur.

FH 4 - 0 Leiknir R.
1-0 Ólafur Guðmundsson ('5 )
2-0 Úlfur Ágúst Björnsson ('12 , Mark úr víti)
3-0 Kjartan Henry Finnbogason ('77 )
4-0 Davíð Snær Jóhannsson ('78 )

Stjarnan 3-1 Njarðvík


Athugasemdir
banner
banner