Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 10:10
Aksentije Milisic
Davíð Kristján keyptur til Cracovia (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Kristján Ólafsson er orðinn leikmaður Cracovia í Póllandi en þetta tilkynnti félagið í dag.


Davíð skrifar undir samning sem gildir til ársins 2026 en pólska liðið hefur einnig þann valkost um að framlengja samning Davíðs um eitt ár.

Davíð kemur til liðsins frá sænska liðinu Kalmar FF en þar hafði hann spilað frá árinu 2022. Cracovia kaupir vinstri bakvörðinn frá Kalmar þar sem hann var samningsbundinn liðinu. Kappinn er fyrsti Íslendingurinn sem spilar með Cravovia.

Davíð 15 landsleiki að baki með íslenska landsliðinu og hefur hann skorað eitt mark. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og er 28 ára gamall.

Cracovia er í Kraká en félagið hefur orðið pólskur meistari fimm sinnum. Liðið var stofnað árið 1906 og er það næst elsta félag Póllands. Liðið er í níunda sæti pólsku deildarinnar sem stendur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner