Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 25. febrúar 2024 16:05
Aksentije Milisic
Gravenberch fór útaf á börum eftir brot hjá Caicedo - Chelsea kom boltanum í netið
Mynd: Getty Images

Nú er hálfleikur í viðureign Chelsea og Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley en staðan er markalaus í fjörugum leik.


Tvö umdeild atvik hafa litið dagsins ljós en á 23. mínútu leiksins þurfti Ryan Gravenberch að fara meiddur útaf á börum eftir að Moises Caicedo braut illa á honum. Það var engin aukaspyrna dæmd á brotið og VAR sá ekki ástæðu til þess að senda Chris Kavanagh, dómara leiksins, í skjáinn.

Á 32. mínútu gerðist annað atvik en Raheem Sterling skoraði þá eftir fyrirgjöf frá Nicolas Jackson. Það var hins vegar dæmd rangstaða í aðdragandanum sem virtist vera mjög tæpur dómur. VAR tók sér tíma í að skoða atvikið og ákvað að lokum að láta rangstöðuna standa og staðan því áfram 0-0.

Bæði lið fengu góð tækifæri til að skora en Liverpool átti skalla í stöngina seint í fyrri hálfleiknum og var þar Cody Gakpo á ferðinni. Snemma leiks fékk Cole Palmer algjört dauðafæri að koma þeim bláu í forystu en Caoimhin Kelleher varði stórkostlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner