Það er nóg um að vera í Lengjubikarnum í dag þar sem leikið er í bæði karla- og kvennaflokki.
Stórleikur dagsins er í kvennaflokki þar sem Þróttur R. mætir Stjörnunni í undanúrslitum A-deildar. Sigurvegarinn mun mæta Þór/KA í úrslitaleik eftir að Akureyringar höfðu betur gegn stórveldi Breiðabliks í undanúrslitum.
Viðureign Þróttar og Stjörnunnar verður sýnd beint á Stöð 2 Sport.
Keflavík og Tindastóll eigast þá við í riðli 2 en þar er aðallega leikið upp á stoltið. Stólarnir geta tryggt sér þriðja sæti riðilsins með sigri eða jafntefli.
FHL og Grótta eigast þá við í neðri hluta B-deildar kvenna. FHL er þar með sex stig eftir þrjár umferðir en Grótta aðeins eitt stig.
Í karlaflokki eru fimm leikir á dagskrá í B-deild þar sem KF mætir KFA meðal annars í landsbyggðarbardaga. KFA er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en KF er með sterkt lið og gæti skapað usla.
Í sama riðli eigast sameinuð félagslið við í fjögurra nafna slag. þar sem Dalvík/Reynir mætir Hetti/Hugin.
Þá er einnig nóg um að vera í C-deild karla og kvenna.
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
13:30 Keflavík-Tindastóll (Nettóhöllin)
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
14:00 Þróttur R.-Stjarnan (Þróttheimar - Stöð 2 Sport)
Lengjubikar kvenna - B-deild
13:30 FHL-Grótta (Fjarðabyggðarhöllin)
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
16:00 Hamar-Sindri (JÁVERK-völlurinn)
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 2
16:00 Völsungur-Haukar (PCC völlurinn Húsavík)
17:00 Einherji-Álftanes (Boginn)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
11:30 Ýmir-ÍH (Kórinn)
14:00 Víkingur Ó.-KV (Ólafsvíkurvöllur)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
14:00 Elliði-Hvíti riddarinn (Fylkisvöllur)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
13:00 KF-KFA (Boginn)
14:00 Dalvík/Reynir-Höttur/Huginn (Dalvíkurvöllur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
16:00 KM-Uppsveitir (Kórinn - Gervigras)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 5
14:00 Hamrarnir-Tindastóll (KA-völlur)
14:00 Spyrnir-Samherjar (Fellavöllur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 6
16:00 Stokkseyri-Vængir Júpiters (JÁVERK-völlurinn)