banner
   lau 25. mars 2023 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Nígerískur auðkýfingur að kaupa Sheffield United
Mynd: Getty Images

Nígeríski viðskiptajöfurinn Dozy Mmobuosi er kominn langt á veg í viðræðum sínum við EFL deildakerfið og Prince Abdullah varðandi kaup á fótboltafélaginu Sheffield United.


Mmobuosi er talinn vera að kaupa Sheffield af hinum sádí-arabíska Prince Abdullah fyrir meira en 100 milljónir punda.

Mmobuosi þarf að fara í gegnum ýmis ferli og standast kröfurnar sem stjórnendur EFL gera til eigenda félaga í neðri deildum enska boltans.

Sheffield verður þó ekki lengi í neðri deildunum því liðið er á góðri leið með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Sheffield er í öðru sæti Championship deildarinnar sem stendur, sem veitir beinan þátttökurétt í úrvalsdeildinni næsta haust, en með Middlesbrough og Luton Town á hælunum. 

Sheffield hefur verið að eiga frábært tímabil og er komið alla leið í undanúrslit enska bikarsins. Þar á félagið leik við Englandsmeistara Manchester City í apríl á Wembley.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner