Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. mars 2023 14:30
Aksentije Milisic
Vissir um að Walker hafi fengið tvö gul spjöld en ekkert rautt
Mynd: Getty Images

Stuðningsmenn Englands sem horfðu á leikinn gegn Ítalíu í fyrradag eru fullvissir um það að leikmaður þeirra, Kyle Walker, hafi fengið að líta á tvö gul spjöld en þrátt fyrir það ekki verið rekinn af velli.


England vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu þar sem Declan Rice og Harry Kane skoruðu mörkin. Luke Shaw fékk rautt spjald í síðari hálfleiknum þar sem hann nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili.

Kyle Walker fékk gult spjald á 71. mínútu leiksins en það leit út fyrir það að hann hafi einnig fengið gult spjald í byrjun síðari hálfleiks. Channel 4 stöðin skráði þá spjald á Walker.

Þegar Serbinn Srdjan Jovanovic sýndi Walker gult spjald á 71. mínútunni þá voru áhorfendur steinhissa á því að það fylgdi ekki rautt í kjölfarið. Steve Bower, sem lýsti leiknum á Channel 4, var hissa á þessu og sagði síðan að stöðin hlýtur að hafa fengið rangar upplýsingar varðandi hver fékk þá fyrra gula spjaldið.

Giovanni Di Lorenzo var sá sem var færður til bókar í upphafi síðari hálfleiks en ekki Walker eins og margir héldu. Margir rugluðust á þessu enda var Walker skráður með tvö spjöld á nokkrum stöðum en ekki í dómarabókinni hins vegar.


Athugasemdir
banner
banner