Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 09:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvert fer Albert? - Branthwaite mjög eftirsóttur
Powerade
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Jarrad Branthwaite er eftirsóttur.
Jarrad Branthwaite er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Ivan Toney er orðaður við West Ham.
Ivan Toney er orðaður við West Ham.
Mynd: Getty Images
Jæja, helgin búin og ný vika hafin. Byrjum þennan ágæta mánudag á slúðrinu en Albert Guðmundsson kemur þar við sögu.

Manchester City er að fylgjast með stöðu mála hjá Jarrad Branthwaite (21), miðverði Everton, en Manchester United, Tottenham og Real Madrid hafa einnig áhuga á honum. (Mail)

Það hafa verið sögur um það að Scott McTominay (27) sé á förum frá Man Utd en félagið ætlar sér hins vegar að gefa honum nýjan og betri samning. (Star)

Joao Neves (19), miðjumaður Benfica, er í forgangi hjá Man Utd fyrir sumarið en Adrien Rabiot (28), miðjumaður Juventus, er ódýrari kostur fyrir félagið. (Caught Offside)

United er einnig að fylgjast með Mikayil Faye (19), varnarmanni Barcelona, en félagið mun fá samkeppni frá Bayer Leverkusen og Inter um hann. (Mail)

West Ham ætlar að reyna við Ivan Toney (28), sóknarmann Brentford, en hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Chelsea. (Football Insider)

Liverpool, Chelsea og Manchester City hafa áhuga á Bruno Guimaraes (26), miðjumanni Newcastle. (TeamTalk)

Bayern München vill fá ákvörðun frá vinstri bakverðinum Alphonso Davies (23) í síðasta lagi í næstu viku um það hvort að hann ætli að skrifa undir nýjan samning. Davies hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid. (Sky Sports Germany)

Tottenham er að undirbúa tilboð á bilinu 30-40 milljónir punda í Conor Gallagher (24), miðjumann Chelsea. (Football Insider)

Albert Guðmundsson (26), sóknarmaður Genoa og íslenska landsliðsins, er á radarnum hjá Tottenham og þá hefur Inter einnig áhuga á honum. (Football Transfers)

Albert vill vera áfram á Ítalíu og er spenntur fyrir því að ganga í raðir Inter, en Juventus er líka að fylgjast náið með honum. (La Gazzetta dello Sport)

Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir það ekki vera ómögulegt að hann muni skrifa undir nýjan samning eftir Evrópumótið í sumar. (Metro)

Rui Pedro Braz hjá Benfica er ofarlega á lista Newcastle yfir þá aðila sem gætu tekið við af Dan Ashworth sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner