Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. mars 2024 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Segir Salah ekki vera í heimsklassa - „Ekki góður á boltann og skorar heppnismörk“
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn Yakubu hefur ekki mikið álit á egypska sóknarmanninum Mohamed Salah, en hann segir hann ekki vera í heimsklassa.

Yakubu, sem spilaði með félögum á borð við Everton, Middlesbrough og Portsmouth, var í viðtali á FootyEmporium á Instagram um helgina, en þar lét hann áhugaverð ummæli falla um Salah.

„Salah er ekki í heimsklassa. Hann er ekki það góður á boltann og meirihlutinn af mörkunum eru heppnismörk. Bestu afrísku leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru Okocha, Drogba, Kanu, Yaya Toure, Adebayor og Sadio Mané,“ sagði Yakubu.

Salah er markahæsti Afríkumaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og verið með allra bestu leikmönnum heims síðustu ár, en Yakubu er greinilega ekki sammála.

Dejan Lovren, fyrrum samherji Salah hjá Liverpool, setti ummæli undir þetta viðtal, þar sem hann grunaði að eitthvað væri að hafa áhrif á dómgreind Nígeríumannsins.

„Hann hefur greinilega verið að prufa einhverja nýja drykki,“ skrifaði Lovren.
Athugasemdir
banner
banner
banner