Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   þri 25. mars 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Úrslitaleikur á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í allan dag.

Það er úrslitaleikur á Akureyri þar sem KA og Þór mætast í Kjarnafæðimótinu. Leikurinn fer fram á Greifavelli og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Liðin mættust í úrslitum í fyrra þar sem KA hafði betur en það var í sjöunda sinn í röð sem liðið vinnur keppnina.

Þá eigast FH og Breiðablik við í Hafnarfirði í æfingaleik.

Íslenska U21 árs landsliðið mætir Skotlandi í æfingaleik en liðið vann Ungverjaland á föstudaginn. U19 og U17 ljúka leik í undankeppni EM. Þá lýkur keppni í A-deild Lengjubikarsins þar sem Þróttur og Vestri eigast við.

Leikir dagsins
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
13:00 Þróttur R.-Vestri (AVIS völlurinn)

13:00 Ísland U21 - Skotland U21 (Æfingaleikur)
17:00 FH - Breiðablik (17:00 Hybrid-gras)
18:00 KA - Þór (18:00, Greifavöllur - úrslitaleikur Kjarnafæðimótsins)
Ísland U19 - Ungverjaland U19
Ísland U17 - Írland U17
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner