Harry Kane er í skýjunum með nýja landsliðsþjálfara Englands, Thomas Tuchel, en þeir unnu saman hjá Bayern á síðustu leiktíð.
Kane ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Albaníu á föstudaginn.
„Thomas Tuchel var stór ástæða fyrir því að ég fór til Bayern. Ég veit hversu góður þjálfari hann er . Hann kemur með mikla orku, eldmóð og ástríðu þegar hann talar. Ég átti gott tímabil undir honum á síðasta tímabili. Ég er spenntur að byrja þennan kafla hjá Englandi með honum," sagði Kane.
Tuchel stýrði enska landsliðinu til sigurs gegn Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM en það er í fyrsta sinn sem þjálfari liðsins vinnur fyrstu tvo leiki sína síðan Fabio Capello gerði það árið 2008.
„Hann er stórkostlegur. Hann hefur aðlagast strax og það er ánægjulegt að hafa hann sem þjálfara. Við munum verða betri með tímanum. Hann er mjög ánægður og við erum mjög ánægðir að hafa hann," sagði Kane eftir sigurinn gegn Lettlandi.
Athugasemdir