Atletico vill fá Romero - United býður í Branthwaite ef Maguire fer - Real hefur áhuga á Saliba
   þri 25. mars 2025 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Ödegaard jarðaði Ísrael - Dramatík á Balkanskaganum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það fóru sex leikir fram í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í dag og í kvöld þar sem Noregur lagði Ísrael að velli.

Erling Haaland var í byrjunarliði Norðmanna og innsiglaði hann sigur liðsins með síðasta marki leiksins. Haaland var þó einungis farþegi stærsta hluta leiksins og steig Martin Ödegaard upp í hans stað til að afgreiða Ísraela.

Ödegaard lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir David Wolfe og var staðan 0-1 fyrir Norðmenn í leikhlé, þegar Mohammed Abu Fani kom inn af bekknum. Abu Fani jafnaði tíu mínútum eftir innkomuna og fögnuðu Ísraelar glaðir.

Gleði Ísraela var þó skammlíf því Ödegaard lagði annað mark upp skömmu síðar, í þetta sinn fyrir Alexander Sörloth framherja Atlético Madrid.

Kristoffer Ajer, miðvörður Brentford, tvöfaldaði forystu Norðmanna eftir undirbúning frá Sander Berge áður en Haaland komst loks á blað á 83. mínútu, eftir enn eina stoðsendinguna frá Ödegaard.

Ísrael minnkaði muninn í uppbótartíma en lokatölur urðu 2-4 þökk sé stoðsendingaþrennu frá Ödegaard. Norðmenn hafa farið gríðarlega vel af stað í undanriðlinum þar sem þeir eiga sex stig eftir tvær umferðir og eru með markatöluna 9-2.

Fyrr í dag sigraði Eistland útileik gegn Moldóvu í sama riðli og eru Eistar því komnir með þrjú stig, alveg eins og Ísraelar.

Frændur okkar frá Færeyjum töpuðu þá afar naumlega í Svartfjallalandi eftir svekkjandi jafntefli gegn Tékklandi í fyrstu umferð. Svartfellingar voru sterkari aðilinn í kvöld en þeim tókst ekki að skora fyrr en í uppbótartíma, með marki frá Edvin Kuc. Fram að því var staðan markalaus.

Tékkar eru með sex stig á toppi riðilsins eftir auðveldan sigur gegn Gíbraltar í kvöld. Schick skoraði aftur og er því kominn með þrjú mörk eftir tvær umferðir af undankeppninni. Svartfellingar eru einnig með sex stig en lakari markatölu.

Þá var meiri dramatík þegar Norður-Makedónía fékk Wales í heimsókn og var staðan markalaus þar í jöfnum leik, allt þar til í uppbótartíma þegar Bojan Miovski framherji Girona kom boltanum í netið.

Þetta mark dugði þó ekki til að veita Makedóníu sigurinn vegna þess að David Brooks, leikmaður Bournemouth, átti eftir að gera jöfnunarmark á 96. mínútu, skömmu fyrir lokaflautið. Lokatölur urðu því 1-1 og deila Makedónar og Walesverjar toppsætinu með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Kasakstan er með þrjú stig í riðlinum eftir þægilegan sigur gegn Liechtenstein í kvöld.

Ísrael 2 - 4 Noregur
0-1 David Wolfe ('39 )
1-1 Mohammed Abu Fani ('55 )
1-2 Alexander Sorloth ('59 )
1-3 Kristoffer Ajer ('65 )
1-4 Erling Haaland ('83 )
2-4 Dor Turgeman ('93 )

Moldóva 2 - 3 Eistland
0-1 Rasmus Peetson ('19 )
0-2 Rauno Sappinen ('30 )
1-2 Ion Nicolaescu ('67 )
1-3 Mattias Kait ('70 )
2-3 Mihail Caimacov ('90 )
Rautt spjald: Maxim Cojocaru, Moldóva ('5)
Rautt spjald: Kevor Palumets, Eistland ('48)

Gíbraltar 0 - 4 Tékkland
0-1 Vaclav Cerny ('21 )
0-2 Patrik Schick ('50 )
0-3 Pavel Sulc ('72 )
0-4 Jan Kliment ('95)

Svartfjallaland 1 - 0 Færeyjar
1-0 Edvin Kuc ('96)

Norður-Makedónía 1 - 1 Wales
1-0 Bojan Miovski ('91 )
1-1 David Brooks ('96 )

Liechtenstein 0 - 2 Kasakstan
0-1 Maksim Samorodov ('42 )
0-2 Aleksandr Marochkin ('45 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner