Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 25. apríl 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Björn: Teljum okkur vera með gott lið til að halda sætinu
Brynjar Björn fer yfir málin með Tómasi Meyer.
Brynjar Björn fer yfir málin með Tómasi Meyer.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Það er gott að það er stöðugleiki hjá ykkur fjölmiðlamönnum í þessum spám," segir Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari nýliða HK. Kópavogsliðinu er alls staðar spáð neðsta sætinu.

„Markmiðið er áframhaldandi vera í deildinni að ári. Við teljum okkur vera með gott lið til þess. Við förum brattir í þetta mót og höfum undirbúið okkur vel þó úrslit hafi ekki dottið með okkur í vetur. Við komum klárir og í fullri ferð inn í mótið."

Margir leikmanna HK hafa ekki sannað sig í efstu deild.

„Leikmenn fara hungraðir inn í mótið. Það eru góðir leikmenn þarna sem hafa ekki spilað eða spilað lítið í efstu deild. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá að taka það tækifæri."

Mikið er talað um Kórinn þegar rætt er um HK. Hversu mikið vopn er Kórinn fyrir HK-inga?

„Ekki meira vopn en það að þetta er okkar heimavöllur. Okkur gekk vel á heimavelli í fyrra og við ætlum að halda því þannig að það verði okkar stærsta vígi."

HK byrjar Pepsi Max-deildina með leik gegn FH á laugardaginn í Kaplakrika.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!
Athugasemdir