Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 25. apríl 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Björn: Teljum okkur vera með gott lið til að halda sætinu
Brynjar Björn fer yfir málin með Tómasi Meyer.
Brynjar Björn fer yfir málin með Tómasi Meyer.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Það er gott að það er stöðugleiki hjá ykkur fjölmiðlamönnum í þessum spám," segir Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari nýliða HK. Kópavogsliðinu er alls staðar spáð neðsta sætinu.

„Markmiðið er áframhaldandi vera í deildinni að ári. Við teljum okkur vera með gott lið til þess. Við förum brattir í þetta mót og höfum undirbúið okkur vel þó úrslit hafi ekki dottið með okkur í vetur. Við komum klárir og í fullri ferð inn í mótið."

Margir leikmanna HK hafa ekki sannað sig í efstu deild.

„Leikmenn fara hungraðir inn í mótið. Það eru góðir leikmenn þarna sem hafa ekki spilað eða spilað lítið í efstu deild. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá að taka það tækifæri."

Mikið er talað um Kórinn þegar rætt er um HK. Hversu mikið vopn er Kórinn fyrir HK-inga?

„Ekki meira vopn en það að þetta er okkar heimavöllur. Okkur gekk vel á heimavelli í fyrra og við ætlum að halda því þannig að það verði okkar stærsta vígi."

HK byrjar Pepsi Max-deildina með leik gegn FH á laugardaginn í Kaplakrika.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!
Athugasemdir
banner