Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 25. apríl 2021 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna Sif fyrirliði í öruggum sigri - Frankfurt lagði Freiburg
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eintracht Frankfurt vann í dag 0-3 útisigur á Freiburg í þýsku Bundesliga. Alexandra Jóhannsdóttir var ónotaður varamaður í liði Frankfurt.

Öll mörk Frankfurt voru skoruð í seinni hálfleik og er liðið í 6. sæti deildarinnar.

Í skosku úrvalsdeildinni vann Glasgow City 0-4 útisigur gegn Hearts. Arna Sif Ásgrímsdóttir, lánsmaður frá Þór/KA lék allan leikinn með Glasgow.

Arna var fyrirliði Glasgow í leiknum en hún mun snúa til Íslands í maí. Glasgow er í efsta sæti deildarinnar að loknum tólf umferðum og hefur unnið alla fimm leiki sína eftir covid-hlé.
Athugasemdir
banner