Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. apríl 2021 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bandaríkin: Arnór Ingvi byrjaði í sigri - Slysalegt sjálfsmark
Arnór Ingvi í landsleik í mars
Arnór Ingvi í landsleik í mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
New England Revolution vann í nótt sinn fyrsta leik á tímabilinu í bandarísku MLS-deildinni. Arnór Ingvi Traustason byrjaði sinn fyrsta leik hjá félaginu eftir að hafa komið frá Malmö í vetur.

Revolution gerði jafntefli í fyrstu umferð og er því með fjögur stig eftir tvær umferðir. Arnór lék fyrstu 80 mínúturnar í 1-0 heimasigri á DC United. Arnór fékk að lía gula spjaldið á 32. mínútu.

Sigurmark leiksins kom á 48. mínútu þegar Brendan Hines-Ike skoraði klaufalegt sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá hægri. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan (eftir þrjár mínútur og fimmtán sekúndur).

Í gærkvöldi vann Íslendingalið New York City 5-0 sigur. Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt af mörkum NYC beint úr aukaspyrnu.

Aron Jóhannsson, sem er með bandarískur landsliðsmaður, spilaði þá síðustu mínúturnar í tapi Lech Poznan gegn Podbskidzie á föstudag. Aron var ónotaður varamaður í leiknum á undan.


Athugasemdir
banner