Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. apríl 2021 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola unnið 30 titla - „Auðveldara í stórum félögum"
Elskar þessa keppni.
Elskar þessa keppni.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola vann sinn þrítugasta titil á stjóraferli sínum þegar hann stýrði Manchester City til sigurs í enska deildabikarnum í dag.

Hann hefur unnið titla hjá Barcelona, Bayern München og Manchester City.

„Við erum ótrúlega sáttir með það að vinna þessa keppni fjórum sinnum í röð. Við reyndum að vinna leikinn og við sköpuðum fullt af færum. Þeir fengu líka færi í skyndisóknum en heilt yfir áttum við mjög góðan leik."

Þegar honum var sagt frá því að hann væri búinn að vinna 30 titla á stjóraferli sínum, þá sagði hann: „Það er gott. Ég hef verið hjá stórum félögum og það er auðveldara að vinna í stórum félögum."

Sigursælustu leikmenn deildabikarsins
City á tvo sigursælustu leikmenn í sögu deildabikarsins. Bæði Fernandinho og Sergio Aguero hafa unnið keppnina sex sinnum og eru þeir sigursælustu leikmenn í sögu keppninnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner