Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 25. apríl 2021 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Perez: Félögin geta ekki bara hætt við - Verkefninu ekki lokið
Mynd: Getty Images
Florentino Perez er staðfastur á því að hugmyndin um Ofurdeildina sé ekki dauð. Hann segir að félögin tólf hafi gert bindandi samninga sín á milli sem ekki sé hægt að rifta.

AC Milan, Arsenal, Atletico Madrid, Barcelona, Chelsea, Inter, Juventus, Manchester City, Manchester United, Liverpool, Real Madrid og Tottenham eru félögin tólf sem ætluðu sér að stofna deildina.

Níu af þessum ákváðu á þriðjudag og miðvikudag að taka ekki þátt í deildinni vegna mik­ill­ar óánægju hjá stuðnings­mönn­um víðs veg­ar um Evr­ópu.

Real Madríd er eitt þeirra fé­laga sem hef­ur ekki form­lega dregið sig til baka og seg­ir Pér­ez að það sé ein­fald­lega ekki hægt.

„Ég þarf ekki að út­skýra hvað það þýðir að skrifa und­ir bind­andi samn­ing. Fé­lög­in geta ekki bara hætt," sagði forsetinn við AS.

„Sum þeirra hafa sagst ætla að hætta vegna þrýst­ings en þetta verk­efni er ekki dautt. Deildin lif­ir og við ætl­um að gefa okk­ur nokkr­ar vik­ur til að skoða og ræða mál­in á meðan við erum beitt­ir of­beldi af fólki sem vill not­færa sér okk­ar verk­efni,“ sagði Perez sem er hvergi banginn þrátt fyrir mótbyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner