Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. apríl 2021 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Munar aðeins þremur stigum á fyrsta og fjórða sæti
Bilbao vann 2-1 sigur á Atletico.
Bilbao vann 2-1 sigur á Atletico.
Mynd: Getty Images
Sevilla er með í titilbaráttunni.
Sevilla er með í titilbaráttunni.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid þurfti að sætta sig við svekkjandi tap í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Atletico heimsótti Athletic Bilbao og náði ekki alveg að finna taktinn. Alex Berenguer kom Bilbao yfir snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik.

Stefan Savic jafnaði fyrir Atletico á 77. mínútu en þeir fóru ekki heim með bros á vör því kollegi hans í vörninni hjá Bilbao, Inigo Martinez, skoraði sigurmarkið á 86. mínútu.

Gríðarlega súrt tap fyrir Atletico sem var meira með boltann (62 prósent) og átti fleiri marktilraunir (14 gegn 11). Atletico er áfram á toppi deildarinnar en Barcelona getur náð toppsætinu með sigri í leiknum sem þeir eiga til góða. Real Madrid er með jafnmörg stig og Atletico þegar liðin eiga bæði eftir fimm leiki. Barcelona á sex leiki eftir og er tveimur stigum frá Atletico og Real.

Sevilla er alls ekki búið að útiloka sig frá titilbaráttunni því þeir unnu 2-1 heimasigur á Granada í dag. Sevilla er aðeins þremur stigum frá toppnum.

Þá vann Celta Vigo 2-1 sigur á Osasuna en stöðutöfluna í deildinni má sjá hér að neðan.

Athletic 2 - 1 Atletico Madrid
1-0 Alex Berenguer ('8 )
1-1 Stefan Savic ('77 )
2-1 Inigo Martinez ('86 )

Celta 2 - 1 Osasuna
1-0 Iago Aspas ('42 )
2-0 Jeison Murillo ('64 )
2-1 Roberto Torres ('77 , víti)

Sevilla 2 - 1 Granada CF
1-0 Ivan Rakitic ('16 , víti)
2-0 Lucas Ocampos ('53 )
2-1 Roberto Soldado ('90 , víti)

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Griezmann í essinu sínu í Villarreal - Glæsileg vippa
Athugasemdir
banner
banner