Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. maí 2020 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Forseti knattspyrnusambands Haítí í 90 daga bann
Yves Jean-Bart
Yves Jean-Bart
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA úrskurðaði Yves Jean-Bart, forseta knattspyrnusambands Haítí, í 90 daga bann í dag á meðan rannsókn gengur yfir en hann er sakaður um kynferðislegar þvinganir gagnvart landsliðskonum.

Jean-Bart hefur verið forseti knattspyrnusambandsins í tuttugu ár en brotin eiga að hafa átt sér stað á síðustu fimm árum.

Þar kemur fram að hann hafi áreitt landsliðskonur og jafnvel þvingað þær til að eiga við sig kynmök annars myndi hann meina þeim aðgang að æfingasvæði knattspyrnusambandsins.

Hann hefur neitað sök til þessa en nú stendur yfir rannsókn eftir að fleiri ásakanir bárust alþjóðaknattspyrnusambandinu.

FIFA hefur nú dæmt Jean-Bart í 90 daga bann frá fótbolta á meðan rannsóknin stendur yfir.

„Dadou (Jean-Bart) tók meydóminn af einni okkar bestu ungu fótboltakonu þegar hún var 17 ára árið 2018. Hún þurfti að fara í fóstureyðingu. Þessar stelpur vilja spila fyrir landið okkar en ef þær tala þá verður þeim vísað í burtu. Þær eru gíslar," segir ein konan í viðtali við Guardian sem greindi fyrst frá málinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner