Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 25. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kallaði Puig trúð fyrir að fagna að hætti Messi
Mynd: EPA
Giorgio Chiellini, varnarmaður Los Angeles FC, kallaði Riqui Puig, leikmann nágranna þeirra í Los Angeles Galaxy, trúð er sá síðarnefndi var í viðtali eftir leik liðanna í Opna-bandaríska bikarnum í nótt.

Puig, sem kom til Galaxy frá Barcelona, skoraði stórbrotið mark með því að leika á hvern varnarmanninum á fætur öðrum áður en hann kom boltanum í netið.

Hann fagnaði markinu að hætti Lionel Messi með því að fara úr treyjunni og lyfta henni fyrir framan stuðningsmenn og eftir leikinn er hann var í viðtali labbaði Chiellini úr klefanum og kallaði hátt og snjallt: „Trúður.“ .

Chiellini var greinilega ekki hrifinn af tilburðum Puig eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Mark hans fylgir einnig með.




Athugasemdir
banner