Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 25. maí 2023 22:37
Elvar Geir Magnússon
„Mikill munur á dómgæslunni í leikjunum tveimur“
Erlendur Eiríksson dæmdi leik KA og Víkings virkilega vel.
Erlendur Eiríksson dæmdi leik KA og Víkings virkilega vel.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveir leikir voru í Bestu deild karla í kvöld. Erlendur Eiríksson dæmdi leik KA og Víkings sem endaði 0-4 og Jóhann Ingi Jónsson var með flautuna þegar Breiðablik vann Val 1-0.

Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari, horfði á leikina tvo og var töluvert hrifnari af dómgæslunni á Akureyri. Leikurinn í Kópavogi var ekki mikil skemmtun og telur Ólafur að dómarinn hafi átt þátt í að draga úr skemmtanagildinu.

„Elli leyfði leiknum að fljóta. Í hinum leiknum var alltaf verið að flauta á allan andskotann. Elli dæmdi þennan leik mjög vel og leyfði bara leiknum að fljóta," sagði Ólafur í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport.

„Það var mikill munur á dómgæslunni í leikjunum tveimur. Leikurinn í Kópavogi var nánast alltaf stopp. Ég er ekki að segja að dómgæslan hafi verið slök en leikurinn fékk aldrei að fljóta."

Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Vals, var sammála Ólafi og fannst Jóhann alltof mikið vera að flauta.

„Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta og það var alls ekki gert í dag og það var flautað á allt og leikmenn náðu engu floti í leikinn," sagði Hólmar við Fótbolta.net.
Athugasemdir