Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 25. maí 2023 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir leikmenn KA í lokaprófum í Noregi - „Ótrúlega strangt kerfi"
Ingimar Stöle.
Ingimar Stöle.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristoffer.
Kristoffer.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Kristoffer Forgaard Paulsen og Ingimar Torbjörnsson Stöle gengu í raðir KA frá Viking í Noregi í vetur. Ingimar, sem er íslenskur unglingalandsliðsmaður, samdi við KA út tímabilið en Kristoffer, sem er Norðmaður, er á láni. Báðir eru þeir fæddir árið 2004.

Þeir hafa ekki verið í leikmannahópi KA í undanförnum leikjum því þeir hafa verið í lokaprófum í Noregi. En þeir eru hins vegar til taks fyrir leikinn í dag gegn Víkingi Reykjavík.

„Þeir eru á landinu og eru heilir. Þeir sem sagt fóru út í próf og eru ekki einu sinni búnir, þurfa að fara aftur út," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, við Fótbolta.net í gær.

„Norska kerfið er ótrúlega strangt, þeir mega ekki einu sinni taka munnlegt próf - sem er ótrúlegt eftir covid árin - að þeir megi ekki taka það í gegnum Teams," sagði Haddi sem tók fram að um framhaldsskóla væri að ræða, hans menn væru ekki að verja doktorsritgerð í háskóla.

„Þetta er rosalega sérstakt, við erum svo sannarlega búnir að gera allt sem við getum til þess að þeir fái að taka prófin hér, en þeir haggast ekki. Þeir ná þessum leik, og ef það myndi gerast að staðan á hópnum yrði ekki góð og við þyrftum þá, þá myndum við fljúga þeim í leiki," sagði Haddi.

Ingimar, sem er bakvörður, hefur komið við sögu í fimm af fyrstu átta deildarleikjum KA á tímabilinu og byrjaði leikinn gegn Uppsveitum í Mjólkurbikarnum.

Kristoffer, sem er miðvörður, hefur komið við sögu í þremur leikjum og lék allan leikinn gegn Uppsveitum.

Sjá einnig:
Frábært fyrir þá að geta komið og verið saman

Viðtalið við Hadda frá í gær: Hverslags hugarfar hefði það verið?

Athugasemdir
banner