Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
banner
   lau 25. maí 2024 22:15
Hafliði Breiðfjörð
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Sindri ver boltann í atvikinu umdeilda.
Sindri ver boltann í atvikinu umdeilda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var annaðhvort akkúrat á línunni eða aðeins fyrir utan," sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH spurður út í atvik í 2 - 2 jafnteflinu gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Atvikið varð þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, en Sindri fór þá langt út á móti Birki Má Sævarssyni sem var sloppinn í gegn og varði boltann. Svo virðist sem hann hafi verið fyrir utan teig þegar hann varði sem hefði þá átt að vera aukaspyrna og rautt spjald á Sindra.

„Kannski var ég heppinn í dag og kannski var verið að jafna eitthvað út en auðvitað á þetta ekki að vera þannig. Í síðasta leik fékk ég ranglega dæmt á mig víti en það tengist þessum leik ekkert, hver leikur hefur algjörlega sitt líf. Kannski sá dómarinn þetta ekki, og kannski var þetta rétt hjá honum, ég veit það ekki ég á eftir að sjá þetta aftur."

Hjartað hlýtur að hafa tekið smá slag þegar þú varðir hann?

„Jú, ég ákvað að stoppa að fara út í hann, það hefði endað á að annað hvort hefði hann farið framhjá mér eða ég hefði sópað hann niður. Ég ákvað að stoppa og náði því ekki alveg í tæka tíð og viðbrögðin voru að setja hendina út og verja. Ég viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu en það var mjög ánægjulegt að það kom ekki."

Varstu pínu hræddur?

„Jájá, þetta er 'game of margins' eins og margir segja en þetta slapp í dag."

Nánar er rætt við Sindra í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar einnig jöfnunarmark Valsmanna í leiknum.

„Við fáum þetta jöfnunarmark á okkur þar sem boltinn fer af Bödda og yfir höfuðið á mér. Það er alltaf ef og hefði. Ég hefði mögulega átt að standa og þá fengið hann í hausinn, ég hugsa svona eftir hvert einasta mark, ef ég hefði haft hendina þarna eða líkamann þarna."

Kennirðu sjálfum þér alltaf um eitthvað?

„Að sjálfsögðu, ef ekki mér þá Bödda sko," sagði Sindri og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner