Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 21:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Barcelona vann annað árið í röð
Mynd: EPA

Barcelona W 2 - 0 Lyon W
1-0 Aitana Bonmati ('63 )
2-0 Alexia Putellas ('90 )


Barcelona vann Meistaradeildina eftir sigur á Lyon í úrslitum í kvöld. Lyon er sigursælasta lið keppninnar en franska liðið hefur unnið hana átta sinnum. Þetta var aðeins annar sigur Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðið vann Wolfsburg í fyrra í úrslitum.

Spænska liðið var með þó nokkra yfirburði og náði forystunni eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Aitana Bonmati komst í gegn skaut í varnarmann og boltinn hafnaði í netinu.

Alexia Putellas kom inn á sem varamaður í uppbótatíma og hún tryggði liðinu 2-0 sigur stuttu síðar.

Barcelona vann alla stóru titlana á þessu ári. Liðið vann deildina heima fyrir nokkuð örugglega og valtaði yfir Real Sociedad 8-0 í úrslitum bikarsins fyrir viku síðan.


Athugasemdir
banner
banner