Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   lau 25. maí 2024 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neðra-Breiðholtinu
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Lengjudeildin
Dragan Kristinn Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis.
Dragan Kristinn Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Amin Guerrero í leik gegn ÍBV. Hann var öflugur í dag.
Amin Guerrero í leik gegn ÍBV. Hann var öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var mjög góður seinni hálfleikur. Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleik, náðum ekki að halda boltanum og náðum ekki þremur sendingum í röð á milli okkar," sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 1-1 jafntefli gegn ÍR í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  1 Dalvík/Reynir

ÍR var 1-0 yfir í hálfleik og einum manni fleiri eftir að Abdeen Abdul, sóknarmaður Dalvíkinga, fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok hálfleiksins. Manni færri voru Dalvíkingar virkilega góðir og þeir náðu að koma til baka.

„Mér fannst það vera réttur dómur. Við verðum að tala aðeins betur um þetta á morgun á æfingu. Það gengur ekki að fá svona heimskuleg rauð spjöld og skilja liðið eftir tíu á móti ellefu. Það á ekki að koma fyrir aftur. Þetta var alveg 100 prósent réttur dómur," sagði Dragan um rauða spjaldið en hann var ánægður með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleik.

„Við höfum oft séð það í fótbolta að það kveikir í liði að fá rautt spjald og það gerðist með okkur. Þetta var mjög góður seinni hálfleikur hjá okkur og við eigum að vinna leikinn. Það er mín skoðun. Við komum inn í klefa og vorum rólegir í hálfleik. Við vissum að við gætum spilað betur því þetta var versti fyrri hálfleikur okkar í kannski eitt og hálft ár. Við skipulögðum okkur og töluðum um hvað við ætlum að gera betur, og við gerðum það bara."

Af hverju var fyrri hálfleikurinn svona lélegur?

„Ég veit það ekki. Það er slæmt þegar þjálfari kemur í viðtal eftir leik og segir að liðið sitt hafi ekki mætt til leiks. Þetta er mjög skrítið en gerist stundum í fótbolta. Við náðum ekki að spila vel."

Dalvíkingar skoruðu undir lokin mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Það var mjög tæpt en flaggið fór á loft.

„Það eru góðir menn búnir að skoða þetta á myndbandi og þeir segja allir að þetta hafi 120 prósent verið mark. Við erum mjög svekktir að vinna ekki leikinn, en það gera allir mistök. Hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða dómarar. Auðvitað er þetta svekkjandi. Það er alltaf betra að fá þrjú stig en að ná í eitt stig manni færri, ég get verið ánægður með það."

Hér fyrir neðan má sjá myndband af rangstöðumarkinu. Viðtalið í heild sinni er svo í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Dragan meira um byrjunina hjá Dalvíkingum í sumar en þeir ætla sér að halda áfram að ná í stig.



Athugasemdir
banner
banner