Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
   lau 25. maí 2024 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neðra-Breiðholtinu
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Lengjudeildin
Dragan Kristinn Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis.
Dragan Kristinn Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Amin Guerrero í leik gegn ÍBV. Hann var öflugur í dag.
Amin Guerrero í leik gegn ÍBV. Hann var öflugur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var mjög góður seinni hálfleikur. Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleik, náðum ekki að halda boltanum og náðum ekki þremur sendingum í röð á milli okkar," sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 1-1 jafntefli gegn ÍR í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  1 Dalvík/Reynir

ÍR var 1-0 yfir í hálfleik og einum manni fleiri eftir að Abdeen Abdul, sóknarmaður Dalvíkinga, fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok hálfleiksins. Manni færri voru Dalvíkingar virkilega góðir og þeir náðu að koma til baka.

„Mér fannst það vera réttur dómur. Við verðum að tala aðeins betur um þetta á morgun á æfingu. Það gengur ekki að fá svona heimskuleg rauð spjöld og skilja liðið eftir tíu á móti ellefu. Það á ekki að koma fyrir aftur. Þetta var alveg 100 prósent réttur dómur," sagði Dragan um rauða spjaldið en hann var ánægður með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleik.

„Við höfum oft séð það í fótbolta að það kveikir í liði að fá rautt spjald og það gerðist með okkur. Þetta var mjög góður seinni hálfleikur hjá okkur og við eigum að vinna leikinn. Það er mín skoðun. Við komum inn í klefa og vorum rólegir í hálfleik. Við vissum að við gætum spilað betur því þetta var versti fyrri hálfleikur okkar í kannski eitt og hálft ár. Við skipulögðum okkur og töluðum um hvað við ætlum að gera betur, og við gerðum það bara."

Af hverju var fyrri hálfleikurinn svona lélegur?

„Ég veit það ekki. Það er slæmt þegar þjálfari kemur í viðtal eftir leik og segir að liðið sitt hafi ekki mætt til leiks. Þetta er mjög skrítið en gerist stundum í fótbolta. Við náðum ekki að spila vel."

Dalvíkingar skoruðu undir lokin mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Það var mjög tæpt en flaggið fór á loft.

„Það eru góðir menn búnir að skoða þetta á myndbandi og þeir segja allir að þetta hafi 120 prósent verið mark. Við erum mjög svekktir að vinna ekki leikinn, en það gera allir mistök. Hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða dómarar. Auðvitað er þetta svekkjandi. Það er alltaf betra að fá þrjú stig en að ná í eitt stig manni færri, ég get verið ánægður með það."

Hér fyrir neðan má sjá myndband af rangstöðumarkinu. Viðtalið í heild sinni er svo í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Dragan meira um byrjunina hjá Dalvíkingum í sumar en þeir ætla sér að halda áfram að ná í stig.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner