Mjög svekkjandi

Þór mætti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á Þórsvelli í hörkuleik sem þurfti að framlengja. Markalaus var staðan eftir venjulegan leiktíma en mörkin komu í framlengingunni og fóru Stjörnupiltar með 1-2 sigur af hólmi eftir mikla dramatík.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 2 Stjarnan
„Mjög svekkjandi. En ef ég lít á leikinn í heild sinni er ég mjög ánægður með mitt lið í dag. Við lögðum allt í þetta. Vorum nálægt því að klára þetta,“ sagði svekktur Ármann Pétur Ævarsson, leikmaður Þórs, við fyrstu spurningu eftir leik.
„Þjálfarinn gaf okkur skipulag. Gaf okkur leikstíl og við fórum vel eftir því í dag. Þegar það gerist náum við góðum árangri," sagði Ármann einnig um frammistöðu liðsins.
Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir