
KA og Fram mætast á nýjum heimavelli KA í Mjólkurbikarnum á morgun en það er vika síðan liðin mættust á sama velli í deildinni.
KA fór illa að ráði sínu í opnunarleiknum í deildinni á vellinum en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Fram var 2-0 yfir í hálfleik og mörkin sem liðið skoraði voru glæsileg en varnarleikur KA ekki uppá marga fiska.
Arnar Grétarsson var spurður að því hvort það væri ekki gott að mæta Fram svona fljótt aftur.
„Þessi leikur hefði farið í framlengingu [Ef hann væri bikarleikur]. Við þurfum að vera skarpari þar og passa að við töpum ekki boltanum eins og við gerðum í þessum leik og reyna nýta færin aðeins betur," sagði Arnar.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir