Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 25. júní 2022 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Samúel Kári á skotskónum í tapi - Brynjólfur ekki í hóp
Samúel Kári skoraði fyrir Viking í tapi
Samúel Kári skoraði fyrir Viking í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson reimaði á sig skotskóna í dag er norska liðið Viking tapaði fyrir Haugesund, 4-2, í norsku úrvalsdeildinni.

Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel Kári voru báðir í byrjunarliði Viking í dag en liðið spilaði manni færri frá 12. mínútu er Kristoffer Lokberg var rekinn af velli.

Samúel kom Viking í 2-1 á 20. mínútu með marki úr vítaspyrnu og stóðu leikar þannig í hálfleik.

Heimamenn jöfnuðu í byrjun síðari hálfleiks. Samúel fór af velli á 61. mínútu.

Viking gerði tvö sjálfsmörk á síðustu mínútum leiksins og lokatölur því 4-2 fyrir Haugesund.

Viking er í 3. sæti deildarinnar með 21 stig.

Rosenborg vann þá Kristiansund, 3-1. Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópnum hjá Kristiansund. Liðið er á botninum með 1 stig.
Athugasemdir
banner