Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   þri 25. júní 2024 11:00
Innkastið
„Til langs tíma litið vilja KR-ingar alls ekki spila svona fótbolta“
Pálmi Rafn Pálmason er þjálfari KR.
Pálmi Rafn Pálmason er þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit markvörður KR.
Guy Smit markvörður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR náði í sterkt stig á útivelli gegn meisturum Víkings á laugardag, 1-1 jafntefli í fyrsta leik Pálma Rafns Pálmasonar sem þjálfari KR.

Pálmi er ráðinn bráðabirgðaþjálfari og stýrir KR líklega út tímabilið. Bjarni Guðjónsson var honum til aðstoðar í leiknum og það voru áberandi breytingar á leikstíl liðsins.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

„Það er óhætt að segja að þeir félagar hafi gert breytingar, það var varnar-KR mætt til leiks. Fimm manna vörn og Guy Smit var ekkert að fara út úr teignum að leika sér," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.

„Í stað þess að láta Guy 'svípa' fyrir utan teig þá var hann látinn spila sem markvörður og þetta er langbesti leikur sem ég hef séð frá Guy hjá KR. Maður sá líka að Axel (Óskar Andrésson) naut sín miklu betur í þessari vörn heldur en þeirri sem þeir eru búnir að spila," segir Valur Gunnarsson.

Guy og Axel hafa fengið mikla gagnrýni í sumar en voru tveir bestu menn KR í leiknum að mati Fótbolta.net.

„Víkingar voru mjög duglegir í byrjun að finna leiðir framhjá þessari vörn og ég hélt að þetta yrði burst. Ég hélt að þetta myndi enda með slysi fyrir KR en svo ná þeir að bíta í skjaldarrendur. Leikurinn breyttist skyndilega."

„Það verður forvitnilegt að fylgjast með KR í framhaldinu en ég er sammála Bjössa Hreiðars í Stúkunni um að þetta var mögulega besti leikur sem þeir (Pálmi og Bjarni) gátu byrjað á. Engin pressa og enginn átti von á neinu. Þarna gátu þeir spilað nánast andfótboltakerfi, náð í frábært stig og hugsað að þetta sé eitthvað til að byggja á," segir Valur.

„Þeim er fyrirgefið þarna fyrir að spila svona en til langs tíma litið vilja KR-ingar alls ekki að fótboltaliðið þeirra sé að spila svona fótbolta. Þeir vilja reyna að jafna stóru kallana," segir Elvar.

Pálmi sagði eftir leikinn að hann hefði áhuga á að verða þjálfari KR til frambúðar.

„Það er eitt stærsta starfið í fótboltanum á Íslandi að vera þjálfari KR. Alvöru pressa sem fylgir þessu. Maður spyr sig hvort Pálmi sé tilbúinn í þetta. Hann féll með kvennaliðið niður í neðstu deild," segir Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.
Innkastið - Blikar brugðust og lið umferða 1-11
Athugasemdir
banner
banner