Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júlí 2020 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Rey Cup Facebook 
Smit á Rey Cup - Einn hópur sendur heim
Af Rey Cup í fyrra.
Af Rey Cup í fyrra.
Mynd: PhotoCredit - Mummi Lú
Fjölmennasta mót í sögu Rey Cup hófst á miðvikudaginn og gekk vel fyrir sig þar til í dag þegar fullorðinn einstaklingur greindist með Covid smit.

Stjórnendur mótsins brugðust skjótt við og ákváðu að senda einstaklinginn heim, ásamt hópi fólks sem hafði verið í kringum hann, eftir að hafa ráðfært sig við viðeigandi yfirvöld.

Yfirlýsing Rey Cup:
Kæru þjálfarar, foreldrar og forráðamenn. Í ljós hefur komið að fullorðinn einstaklingur sem greindur var með Covid smit í dag, hefur verið í nógu langan tíma á tilteknu svæði með ákveðnum hóp til þess að nauðsynlegt sé að gera varúðarráðstafanir.

Þessar ráðstafanir eru samkvæmt áætlun mótsstjórnar og gerðar í fullu samráði við smitrakningarteymi almannavarna og yfirvöld sóttvarna.

Einstaklingurinn og hópurinn sem um ræðir hafa þegar haldið heim á leið og taka ekki frekari þátt í mótinu. Að ráðleggingum yfirvalda verður mótinu að öðru leyti fram haldið samkvæmt dagskrá.
Athugasemdir
banner
banner
banner