Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
banner
   sun 25. júlí 2021 09:31
Elvar Geir Magnússon
Joey Barton ákærður - Sakaður um að hafa veitt konu höfuðáverka
Vandræði Joey Barton halda áfram en hann hefur nú verið ákærður fyrir ofbeldi í garð konu sem tilkynnti um höfuðáverka.

Barton er stjóri Bristol Rovers í dag en þessi fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni mætir fyrir dóm á morgun.

Barton er sakaður um að hafa lamið konuna í byrjun júní en hann var handtekinn á staðnum.

Í gegnum lífsleiðina hefur gustað mikið um Barton en hann hefur tvívegis fengið dóm fyrir ofbeldi. Í 2008 var hann í slagsmálum í miðbæ Liverpool og þá fékk hann einnig dóm fyrir að ráðast á liðsfélaga sinn Ousmane Dabo á æfingasvæði Manchester City.

Bristol Rovers féll úr ensku C-deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner